Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. mars 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pulisic sakaður um óíþróttamannslega hegðun - Pioli gekk út úr viðtali
Mynd: EPA

Það gekk mikið á í sigri Milan gegn Lazio í ítölsku deildinni í gær en þrjú rauð spjöld fóru á loft.


Adam Marusic fékk að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk og Matteo Guendouzi fékk að líta rauða spjaldið fyrir slæm viðbrögð eftir að það hafði verið brotið á honum en báðar ákvarðanir dómarans hafa verið harðlega gagnrýnd.

Það var þó fyrsta rauða spjaldið í leiknum sem hefur ollið mestu fjaðrafoki. Luca Pellegrini fékk þá sitt annað gula spjald fyrir að rífa í Christian Pulisic.

Pellegrini var að reyna skýla boltanum útaf þar sem Taty Castellanos lá í jörðinni eftir að hafa lent í samstuði við Ismael Bennacer. Pulisic sá ekki atvikið og áttaði sig ekki á aðstæðum.

Stefano Pioli stjóri Milan var orðinn mjög þreyttur á síendurteknum spurningum fréttamanna eftir leikinn um atvikið.

„Pulisic er sanngjarn leikmaður og fer eftir relgum. Þú heldur áfram að spila þangað til dómarinn flautar. Við gátum ekki gert neitt annað og ég tek ekki undir það að þetta sé óíþróttamannslegt," sagði Pioli og gekk í burtu áður en fréttamennirnir gátu spurt frekari spurninga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner