Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. mars 2024 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Theodór Elmar nýr fyrirliði KR (Staðfest)
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Theodór Elmar Bjarnason mun bera fyrirliðabandið hjá KR í sumar en félagið greinir frá þessum tíðindum í dag.

Elmar er uppalinn KR-ingur, sem tók eitt tímabil með meistaraflokki áður en hann var seldur til Celtic í Skotlandi.

Hann spilaði í atvinnumennsku í sautján ár áður en hann snéri aftur heim í KR.

Síðan þá hefur hann verið mikilvægur hluti af liðinu og fær hann enn stærra hlutverk fyrir komandi sumar, en Gregg Ryder, þjálfari liðsins, hefur gert hann að fyrirliða, en Elmar tekur við bandinu af Kennie Chopart sem yfirgaf KR eftir síðasta tímabil og samdi við Fram.

„Það er mér mikill heiður að fá að vera fyrirliði uppeldisfélagsins og ber ég þennan titil með stolti. Ég er gríðarlega stoltur að fá að leiða þetta frábæra lið áfram í sumar,“ sagði Elmar á heimasíðu KR.

Ryder skipaði fjögurra manna fyrirliðahóp en hann samanstendur af leikmönnum sem hafa allir borið bandið á undirbúningstímabilinu.

„Við höfum búið til fyrirliðahóp sem samastendur af fjórum leikmönnum sem allir hafa deilt bandinu í fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins. Þeir hafa allir vaxið og tekist á við áskorunina og munu þeir veita Emma stuðning þegar líður á tímabilið,“ sagði Ryder.

Atli Sigurjónsson, Finnur Tómas Pálmason og Kristján Flóki Finnbogason hafa allir borið bandið á undirbúningstímabilinu og eru þeir því væntanlega hinir þrír í fyrirliðahópnum.
Athugasemdir
banner
banner