Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Beggi um launaskerðingu: Ánægður með heiðarleikann
Bergsveinn Ólafsson var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net
Bergsveinn Ólafsson var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla, var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net en hann var þar ásamt Hannesi Þór Halldórssyni og ræddu þeir æfingar, launaskerðingu og fleira áhugavert í samkomubanninu.

Leikmenn Vals hafa samþykkt að taka á sig launalækkun út þetta ár og hafa leikmenn og starfsfólk annarra félaga tekið í sama dúr.

Stjórn Fjölnis hefur þegar rætt við leikmenn liðsins og var ánægður með þann fund en allt var lagt á borðið og segir hann að leikmenn og stjórn hafi náð góðri lendingu varðandi launakostnað.

Ljóst er að þetta rekstrarár verður þungt hjá íþróttafélögum á Íslandi vegna kórónaveirunnar og taka menn því höndum saman hjá félögunum til að leysa vandamálin.

„Það er búið að gera það og ánægður með heiðarleikann sem var þar á borði og hvernig þeir nálguðust þetta. Við erum með það ungan hóp að það er ekkert svakalegur launakostnaður þar en það er búið að tala við okkur og góð lending á því og allir sammála um það að hjálpast að með þetta," sagði Bergsveinn í þættinum.
Útvarpsþátturinn - Farið yfir málin með Hannesi og Begga Ólafs
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner