Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas velur tvo bestu þjálfara sína
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, miðjumaður Mónakó í Frakklandi, segir Arsene Wenger og Jose Mourinho vera tvo bestu þjálfara sem hann hefur spilað fyrir.

Athyglisvert er að hann nefnir ekki Pep Guardiola sem þjálfaði Fabregas hjá Barcelona og er í dag þjálfari Manchester City.

Fabregas hefur á ferli sínum leikið með Arsenal, Barcelona og Chelsea, auk Mónakó þar sem hann er í dag. Fabregas hefur unnið fjölmarga titla, með bæði félagsliðum sínum og spænska landsliðinu.

„Ég hef unnið með bestu þjálfurum í heimi," sagði Fabregas á Instagram Live.

Þegar hann var svo frekar spurður út í tvo bestu þjálfara sem hann hefur unnið með, þá sagði hann: „Wenger og Mourinho."

Fabregas þróaði leik sinn mikið sem ungur leikmaður undir stjórn Wenger hjá Arsenal frá 2003 til 2011. Hann lék svo undir stjórn Mourinho hjá Chelsea frá 2014 til 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner