Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. apríl 2021 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Haffi Steins ráðinn á skrifstofu KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafsteinn Steinsson hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KSÍ þar sem hann mun sjá um verkefni tengd mótamálum, félagaskiptum og mannvirkjamálum auk afleysinga og annarra tilfallandi verkefna.

Hafsteinn hefur reynslu úr íslenska knattspyrnuheiminum þar sem hann var þjálfari hjá Fylki í meira en tvo áratugi. Hann þjálfaði yngri flokka félagsins og tók svo við þjálfun meistaraflokks kvenna 2003.

Hafsteinn var áfram þjálfari hjá Fylki þar til hann komst í stöðu verkefnastjóra fyrir nokkrum árum. Hann hefur setið í ýmsum nefndum og verið viðriðinn íslenska knattspyrnuheiminn.

„Hafsteinn hefur áralanga reynslu af því að starfa í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. sem verkefnastjóri knattspyrnudeildar Fylkis í Árbæ, og mun sú reynsla nýtast honum og KSÍ vel," segir á vefsíðu KSÍ.

„KSÍ býður Hafstein velkominn til starfa."
Athugasemdir
banner
banner
banner