Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. apríl 2023 00:15
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Tóta í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í gríska liðinu OFI Crete eru í góðum málum í fallriðli grísku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigurinn á Giannina í dag.

Guðmundur var eins og venjulega í byrjunarliði OFI Crete og spilaði allan leikinn.

Eina mark leiksins gerði Eric Larsson eftir tuttugu mínútur og þýðir það að Crete er í öðru sæti fallriðilsins með 30 stig.

Liðið er nú níu stigum frá fallsæti og hefur því komið sér í ágæta stöðu fyrir lokakaflann í deildinni.

Guðmundur hefur spilað 22 deildarleiki á tímabilinu og lagt upp fjögur.
Athugasemdir
banner
banner
banner