Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 02. maí 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Acerbi og Fonseca: Skiljum ekkert í þessari ákvörðun
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Francesco Acerbi, miðvörður Lazio, skilur ekkert í ummælum Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra Ítalíu, sem segir að félög geti ekki byrjað að æfa fyrr en 18. maí.

Þann fjórða maí fer næsta þrep af stað í baráttu Ítala gegn kórónuveirunni. Þá getur fólk byrjað að fara meira út og opnað verður um fjórðung búða og veitingahúsa landsins.

Upprunalega áttu æfingar knattspyrnufélaga að hefjast 4. maí og er Acerbi ekki sáttur með breytinguna.

„Ég vil ekki lenda í neinum deilum en mér finnst eitthvað mjög skrýtið við þetta allt saman. Við megum fara út að hlaupa í almenningsgörðum þar sem mikið er af fólki en ekki á æfingasvæðum þar sem er auðveldara að halda sig frá næsta manni?" segir Acerbi.

„Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun og ég held að ég tali fyrir hönd alls knattspyrnu- og íþróttafólks þegar ég segi það.

„Það er hægt að æfa án þess að brjóta reglurnar, ég sé enga ástæðu fyrir því að það ætti ekki að vera hægt. Ég er ekki að reyna að skapa til deilna, ég vil bara skilja rökin sem liggja að baki þessari ákvörðun."


Paulo Fonseca, þjálfari Roma, hafði nákvæmlega sömu hluti að segja.

„Ég skil ekki hvers vegna við megum hlaupa um í smekkfullum almenningsgörðum en ekki æfa í Trigoria (æfingasvæði Roma) þar sem auðveldara er að halda fjarlægð. Við erum með þrjá velli á æfingasvæðinu okkar, það er miklu betra heldur en að fara í almenningsgarð," sagði Fonseca meðal annars.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Frosinone 35 7 11 17 43 63 -20 32
17 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner
banner