Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 02. maí 2021 16:50
Victor Pálsson
Alves reyndi að sannfæra Messi - „Allir hafa séð eftir því"
Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur sagt Lionel Messi að yfirgefa Barcelona ekki þegar sumarglugginn opnar.

Messi gæti verið á förum frá spænska félaginu en hann hefur leikið þar allan sinn feril. Messi var nálægt því að fara síðasta sumar.

Alves ákvað að yfirgefa Barcelona árið 2016 en hafði íhugað að gera það töluvert fyrr. Þá fékk hann orð í eyra frá Messi sem sagði honum að vera um kyrrt.

„Hann hefur gefið mér ráð áður svo ég get gert það sama. Hann sagði mér að vera áfram hjá Barcelona og að það væri ekki til betri staður. Hvar yrði ég ánægðari?" sagði Alves.

„Nú er ég búinn að minna á það samtal og að góður vinur minn hafi sagt mér að Barcelona sé besti staðurinn. Ég hef ekki fengið svar frá honum ennþá en þegar þú yfirgefur Barcelona þá áttarðu þig á því hversu góður staður það er."

„Allir leikmenn og þá meina ég allir sem hafa yfirgefið Barcelona sjá eftir því."
Athugasemdir