Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. maí 2021 18:19
Sverrir Örn Einarsson
Byjunarlið Víkings og Keflavíkur: Sterkir póstar fjarverandi
Kári Árnason er fjarverandi vegna meiðsla.
Kári Árnason er fjarverandi vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli er ekki með Keflavík.
Ísak Óli er ekki með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Víkingar taka á móti nýliðum Keflavíkur í Víkinni núna klukkan 19:15 en leikurinn er liður í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla.

Skörð eru hoggin í bæði lið fyrir leik kvöldsins en lykilmenn eru fjarverandi í báðum liðum vegna meiðsla.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Byrjunarlið Víkings
16. Þórður Ingason (m)
7. Erlingur Agnarsson
8. Sölvi Ottesen (f)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason

Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn frá eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leik þessara liða í átta-liða úrslitum Lengjubikarsins. Kári Árnason hefur verið að glíma við tognun sömuleiðsis en Víkingar eiga þó von á báðir þessir leikmenn verði klárir fljótlega. Það vekur sömuleiðis athygli að Helgi Guðjónsson er á bekknum í kvöld en hann hefur verið mjög öflugur á undirbúningstímabilinu.

Byrjunarlið Keflavíkur
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
24. Rúnar Þór Sigurgeirsson
25. Frans Elvarsson (f)

Hjá Keflavík eru miðverðirnir Ísak Óli Ólafsson og Magnús Þór Magnússon frá vegna meiðsla og leikur Ástbjörn Þórðarson því við hlið Nacho Heras í vörn Keflavíkur. Enski vængmaðurinn Marley Blair glímir sömuleiðis við meiðsli. Adam Árni Róbertsson fær því tækifærið í sóknarlínu Keflavíkur með Joey Gibbs.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner