Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valsmenn að opna veskið vel og innilega fyrir Guðmund Andra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason er að ganga í raðir Íslandsmeistara Vals frá Start í Noregi.

Á föstudagskvöld fóru af stað sögusagnir um að Andri, eins og hann er kallaður, væri á leið á Hlíðarenda.

Hann var frá allt síðasta tímabil þegar Start féll úr efstu deild í Noregi. Andri lék stórt hlutverk með Víkingi Reykjavík sumarið 2019. Hann gæti verið núna á leið aftur í íslenska boltann.

Hvorki Guðmundur Andri né Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hafa viljað staðfesta félagaskiptin til þessa

„Sagan segir að Valsmenn séu að opna veskið vel og innilega til að ná í Guðmund Andra," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum í gær.

„Eina talan sem er á flugi núna eru 65 þúsund evrur sem eru 10 milljónir íslenskar krónur. Við vitum að Valur er að keppa í annarri peningadeild en önnur íslensk félög sem er gott og vel. En vitiði hvað Guðmundur Andri Tryggvason er búinn að spila marga mótsleiki frá því hann fór frá Víkingi? Þeir eru núll. Síðasti mótsleikur var 22. september 2019 fyrir Víking," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Hæfileikarnir eru óumdeildir og ferilskrá hans frá 2019 í Víkinni er frábær. Vanalega þá losa Norðmennirnir þessar stráka, koma stundum á láni með möguleika á að kaupa. En að fá svona strák sem spilaði síðast alvöru leik fyrir tveimur árum og borga fyrir hann svona pening með launapakka, bíl og íbúð; pælið í því staðnum sem Valur er komið á. Hann verður alveg hluti af þessu liði en þetta er gert í smá panikki út af meiðslum Tryggva Hrafns."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin og opnunarleikurinn krufinn
Athugasemdir
banner
banner
banner