Þriðju deildar lið Kára mætti Fjarðabyggð á Norðfjarðarvelli í dag. Leikurinn fór 4-0 fyrir heimamönnum í Fjarðabyggð. Leikmenn Kára lentu undir snemma leiks og var róðurinn þungur eftir það.
Við vissum að þetta yrði erfitt en við gerðum þetta svolítið erfiðara fyrir okkur með því að vera ekki alveg klárir í byrjun. Við fáum þarna mark á okkur eftir bara eina mínútu. sagði Sigurður.
„Það voru ágætis frammistöður hjá vissum mönnum í okkar liði og markmaðurinn átti stórleik varði þarna og bjargaði okkur frá stærra tapi."
„Við getum betur við sýndum ekki alveg okkar rétta andlit."
Aðspurður að því hvort að Kári ætli sér í 2.deildina sagði Sigurður:„Við ætlum að vera þarna í efri hlutanum. Við ætlum að vera nálægt toppnum, sjá svo til hvernig þetta verður þegar glugginn opnar aftur."
Leikmenn Kára ferðuðust með flugfélagi Íslands. Aðspurður út í kostnaðinn sagði Sigurður þetta: „Þessir strákar taka þetta á sig, við höfum ekki efni því. Við völdum þann kostinn og strákarnir að taka á sig þann kostnað. Kári hefur ekki fjármagn til þess, og það var engin einkaþota heldur þannig að þeir tóku þetta á sig."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir

























