Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
   fös 02. júní 2023 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benzema ætlar ekki að fara strax
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir miklar sögusagnir um Sádí-Arabíu þá ætlar Karim Benzema sér ekki að fara neitt í sumar.

Al Ittihad í Sádí-Arabíu bauð Benzema 200 milljónir evra fyrir tveggja ára samning og flestir stærstu miðlarnir sögðu að hann hafi samþykkt tilboðið.

En hann er ekki að fara neitt samkvæmt heimildum spænska fjölmiðilsins Marca.

Benzema er sagður þakklátur fyrir þann mikla áhuga sem hann hefur fengið frá Sádí-Arabíu en hann ætlar að heiðra samning sinn í spænsku höfuðborginni.

Franski sóknarmaðurinn telur sig enn geta átt gott tímabil með Real Madrid á næstu leiktíð.

Benzema, sem er valinn besti leikmaður í heimi á síðasta ári, verður enn með tilboð frá Sádí-Arabíu á næsta ári þegar samningur hans rennur út og getur valið að fara þá.

Þegar Benzema kveður Real Madrid, þá mun hann kveðja sem einn besti leikmaður í sögu félagsins.
Athugasemdir