De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
banner
   fös 02. júní 2023 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Carrasco með tilboð frá Barcelona
Mynd: EPA
Yannick Carrasco, leikmaður Atlético Madríd á Spáni, er með tilboð frá Barcelona en þetta staðfesti Diego Simeone, þjálfari Atlético, í viðtali við COPE.

Belgíski leikmaðurinn er afar mikilvægur í liði Atlético en hann hefur komið að fimmtán mörkum á tímabilinu.

Carrasco er með klásúlu í samningnum sem leyfir honum að fara frá Atlético fyrir 20 milljónir evra.

Hann er með tilboð frá Barcelona en Simeone vonast til að hann haldi kyrru.

„Yannick Carrasco á möguleika á að fara til Barcelona, sem er auðvitað frábært tækifæri fyrir hann,“ sagði Simeone.

„Ég vil halda öllum góðum leikmönnum en ef þeir þurfa að fara þá vil ég þakka Carrasco fyrir allt sem hann hefur gert,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner