Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fös 02. júní 2023 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Kvaratskhelia valinn besti leikmaður Seríu A
Kvicha Kvaratskhelia er vel að þessu kominn
Kvicha Kvaratskhelia er vel að þessu kominn
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti er besti þjálfarinn
Luciano Spalletti er besti þjálfarinn
Mynd: Getty Images
Georgíumaðurinn Kvicha Kvaratskhelia var í dag valinn besti leikmaður Seríu A á þessu tímabili.

Kvaratkshelia átti stórkostlegt tímabil með Napoli er liðið varð meistari í fyrsta sinn í 33 ár.

Napoli fékk hann á algeru gjafaverði frá Dinamo Batumi í Georgíu en félagið borgaði um 15 milljónir evra fyrir hann.

Kvaratskhelia hefur komið að 25 mörkum í 33 leikjum á tímabilinu, skorað tólf og lagt upp þrettán.

Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, var valinn besti ungi leikmaðurinn.

Besti leikmaðurinn: Kvicha Kvaratskhelia (Napoli)

Besti ungi leikmaðurinn: Nicolo Fagioli (Juventus)

Besti markvörðurinn: Ivan Provedel (Lazio)

Besti varnarmaðurinn: Kim Min-Jae (Napoli)

Besti miðjumaðurinn: Nicolo Barella (Inter)

Besti sóknarmaðurinn: Victor Osimhen (Napoli)

Besti þjálfarinn: Luciano Spalletti (Napoli)


Athugasemdir
banner
banner
banner