Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 02. júní 2023 14:13
Fótbolti.net
Luton klúbburinn með athöfn á Ölveri á morgun
Luton Town tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum en á morgun verður íslenski Luton klúbburinn með athöfn á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ.

Stefán Pálsson sagnfræðingur og stuðningsmaður Luton stýrir athöfninni sem verður klukkan 12:30.

Hengd verður upp Luton treyja á staðnum og hvetjum við fótboltaáhugafólk til að kíkja við.

Stefán var í hlaðvarpsspjalli við Fótbolta.net í síðustu viku, áður en Luton lék til úrslita gegn Coventry um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér að neðan:
Enski boltinn - Stefán Páls fer yfir ævintýri Luton Town
Athugasemdir
banner