Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
   fös 02. júní 2023 08:00
Elvar Geir Magnússon
Messi til Miami? - Newcastle ætlar að reyna við Osimhen
Powerade
Fer Lionel Messi til Inter Miami?
Fer Lionel Messi til Inter Miami?
Mynd: EPA
Fer Osimhen í ensku úrvalsdeildina?
Fer Osimhen í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou er líklegur til að verða næsti stjóri Tottenham.
Ange Postecoglou er líklegur til að verða næsti stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Inter vill Chalobah.
Inter vill Chalobah.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur enska FA-bikarsins er á morgun en þar mætast Manchester City og Manchester United. Hér er slúðurpakkinn á föstudegi. Messi, Benzema, Modric, Osimhem, Mount, Rice, Gvardiol og Kovacic eru meðal þeirra sem við sögu koma.

Inter Miami hefur boðið argentínska framherjanum Lionel Messi (35) að fá 43 milljónir punda á ári ef hann skrifar undir fjögurra ára samning í sumar. (Sport)

Karim Benzema (35) hefur hætt við að fara til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu í sumar og ætlar að vera áfram hjá Real Madrid út samning sinn, sem rennur út eftir ár. (Marca)

Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric (37) hjá Real Madrid gæti tekið samningstilboði frá Sádi-Arabíu. (Okdiario via Sport)

Newcastle United ætlar að veita Manchester United samkeppni um nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (24) hjá Napoli. (Gazzetta dello Sport)

Búist er við því að Manchester United geri Chelsea formlegt tilboð í enska miðjumanninn Mason Mount (24). (Sky Sports)

Declan Rice (24), miðjumaður West Ham, vill ekki fara til Bayern München en hann vill halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal og Manchester United eru meðal félaga sem vilja fá enska landsliðsmanninn. (Mail)

RB Leipzig gæti selt króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (21) fyrir 86 milljónir punda. Manchester City hefur áhuga á Gvardiol sem er með 98 milljóna punda riftunarákvæði. (Times)

Manchester City er nálægt því að fjármagna kaup á króatíska miðjumanninum Mateo Kovacic (29) hjá Chelsea. (Football Insider)

Ange Postecoglou, stjóri Celtic í Glasgow, gæti verið staðfestur sem nýr stjóri Tottenham í næstu viku. (Sun)

Marco Silva stjóri Fulham og Luis Enrique fyrrum þjálfari Spánar eru á blaði Tottenham, ásamt Postecoglou. (Telegraph)

Sam Allardyce fær ekki tilboð um nýjan samning á Elland Road eftir að honum mistókst að bjarga liðinu frá falli. (Telegraph)

Joao Cancelo (29), portúgalski varnarmaðurinn hjá Manchester City, mun ólíklega ganga alfarið í raðir Bayern München í sumar. Hann hefur verið hjá félaginu og láni og vill ekki snúa aftur í enska boltann. (Abendzeitung)

Bayern er tilbúið að hlusta á tilboð í þýsku vængmennina Serge Gnabry og Leroy Sane (27) í sumar og einnig í senegalska framherjann Sadio Mane (31) sem kom frá Liverpool fyrir einu ári. (Bild)

Chelsea hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði frá Brighton í enska varnarmanninn Levi Colwill (20) sem var á láni hjá Brighton á tímabilinu. (Mail)

Inter vill fá enska varnarmanninn Trevoh Chalobah (23) frá Chelsea. (Standard)

Atalanta vill fá 52 milljónir punda fyrir danska sóknarmanninn Rasmus Höjlund (20) sem hefur verið orðaður við Manchester United. (Football Insider)

Roma er opið fyrir því að selja enska sóknarmanninn Tammy Abraham (25) í sumar. (Telegraph)

Aston Villa mun keppa við Newcastle um skoska varnarmanninn Kieran Tierney (25) hjá Arsenal. (Times)

Úlfarnir hafa blandað sér í hóp félaga sem vilja fá James Ward-Prowse (28) frá Southampton. Hann er á óskalistum West Ham, Newcastle og Aston Villa. (Sun)

Barcelona vill selja spænska framherjann Ansu Fati (20) í sumar en leikmaðurinn hefur ekki áhuga á að fara til Wolves í skiptum fyrir Ruben Neves (26). (Sport)

Napoli er tilbúið að keppa við AC Milan um bandaríska framherjann Folarin Balogun (21) sem er í eigu Arsenal. (Mirror)

Marco Asensio (27) hefur ákveðið að ganga í raðir Paris St-Germain þegar samningur hans við Real Madrid rennur út í sumar. (Athletic)
Athugasemdir
banner