
„Þetta er það versta sem getur komið fyrir þig sem fótboltamaður" sagði Óskar Örn Hauksson leikmaður KR eftir tap á móti Stjörnunni í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins. En KR tapaði leiknum 3 - 2 með að fá mark á sig á lokamínútunni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 KR
„Við erum einhvernveginn með algjöra yfirhönd í leiknum og þetta var mjög skrítið. Við biðum eftir í rauninni að koma inn þriðja markinu. En það var tvö - tvö og þeir eru með Gauja Baldvins þarna frammi sem djöflast eins og enginn sé morgundagurinn og hann uppsker í lokin"
„Ég held að það hafi bara verið jafnræði í þessum fyrri hálfleik en við tókum algjörlega yfir leikinn í seinni hálfleik en þú færð ekkert fyrir það, þú þarft að klára leikina"
Nánar er rætt við Óskar Örn í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir