fim 02. júlí 2020 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Björninn og SR efstu tvö liðin í B-riðli
Björninn er með sjö stig eftir þrjá leiki.
Björninn er með sjö stig eftir þrjá leiki.
Mynd: Aðsend
Það voru spilaðir tveir leikir í 4. deild karla í kvöld. Báðir leikirnir voru í B-riðlinum.

Björninn er á toppnum í B-riðli eftir góðan 3-0 sigur á Stokkseyri.
Jóhann Ingi Þórðarson og Sólon Kolbeinn Ingason skoruðu í fyrri hálfleik og gerði Hreiðar Henning Guðmundsson með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

SR hefur spilað tvo leiki og unnið þá báða. Þeir unnu Álafoss í hörkuleik í kvöld. SR komst reyndar í 3-0, en Álafoss minnkaði þá muninn í 3-2. Marteinn Einarsson gerði út um leikinn fyrir SR þegar stundarfjórðungur var eftir.

Stokkseyri er með fjögur stig eftir þrjá leiki og Álafoss er með eitt stig eftir þrjá leiki.

Björninn 3 - 0 Stokkseyri
1-0 Jóhann Ingi Þórðarson ('24)
2-0 Sólon Kolbeinn Ingason ('29)
3-0 Hreiðar Henning Guðmundsson ('73, víti)

SR 4 - 2 Álafoss
1-0 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('20)
2-0 Hrafn Ingi Jóhannsson ('32)
3-0 Þorkell Helgason ('33)
3-1 Ægir Örn Snorrason ('35)
3-2 Ísak Máni Viðarsson ('58)
4-2 Marteinn Einarsson ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner