Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júlí 2020 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry Winter segir Ísland setja ný viðmið með myndbandinu
Icelandair
Henry Winter hress og kátur.
Henry Winter hress og kátur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ kynnti í gær nýja landsliðstreyju og einnig nýtt merki landsliðsins. Í landsliðsmerkinu má sjá landvættina en merkið verður á öllum treyjum og æfingafatnaði Íslands.

Einnig verður merkið notað á ýmsum varningi sem tengist landsliðinu.

Merkið var kynnt með magnþrungnu myndbandi, en ensk útgáfa myndbandsins hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter. Ensk útgáfa myndbandsins hefur fengið 14,6 þúsund „læk" þegar þessi frétt er skrifuð og hafa sex þúsund deilt myndbandinu.

Henry Winter, stjörnublaðamaður í Bretlandi, er einn af þeim sem deildir myndbandinu og segir hann Ísland vera að setja ný viðmið í kynningu á nýjum merkjum.

Nýtt landsliðsmerki og nýjar landsliðstreyjur, sem eru frá Puma, hafa fengið jákvæð viðbrögð að mestu.


Athugasemdir
banner
banner