Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2020 17:30
Hafliði Breiðfjörð
KSÍ og Margt smátt í samstarf um stuðningsmannavarning
Mynd: KSÍ
Margt smátt og Knattspyrnusamband Íslands hafa skrifað undir samstarfssamning um framleiðslu, merkingar og og sölu á öllum stuðningsmannavarningi á vegum KSÍ næstu sex árin. Þar á meðal er nýja landsliðstreyjan og annar varningur frá PUMA er tengist landsliðum Íslands í fótbolta.

Nýtt og glæsilegt merki landsliða Íslands verður þar í forgrunni og verður varningurinn seldur í vefversluninni fyririsland.is, sem og á landsleikjum og öðrum sölustöðum. Á fyririsland.is má þegar kaupa ýmsan landsliðsvarning. Landsliðstreyjan sjálf kemur svo í sölu í kringum næstu mánaðarmót, en áhugasamir geta skráð netfang sitt þar og fengið tilkynningu þegar sala hefst.

„Það er okkur mikill heiður að starfa með KSÍ að þessu risavaxna verkefni og við hlökkum mikið til að taka þátt í frekari landvinningum landsliðanna okkar á komandi árum“ segir Árni Esra Einarsson, einn eigenda Margt smátt.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ: „Þessi fyrri partur árs hefur auðvitað óvenjulegur vegna Covid ástandsins en við höfum engu að síður haldið okkar striki varðandi ýmis mikilvæg verkefni. Eitt af þessum mikilvægu verkefnum er opnun á vefversluninni fyririsland.is í samstarfi við Margt smátt, sem mun bylta okkar nálgun varðandi sölu á stuðningsmannavarningi.“

Guðni Bergsson, formaður KSÍ: „Það eru afar spennandi tímar framundan. Nýtt landsliðsmerki og nýr landsliðsbúningur gegna lykilhlutverki í nýrri ásýnd KSÍ og landsliðanna. Við erum að taka stórt skref í okkar starfsemi með opnun vefverslunar og hlökkum til samstarfsins við Margt smátt og væntum mikils af því.“
Athugasemdir
banner
banner
banner