Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Þriðji sigur ÍA í röð - Fram með fullt hús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru þrír leikir fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Fram vann gegn Einherja og er því áfram með fullt hús stiga, 18 stig eftir 6 umferðir.

Halla Þórdís Svansdóttir gerði eina mark leiksins á 22. mínútu og er Fram með fjögurra stiga forystu á toppinum. Einherji er aðeins með þrjú stig en á leik til góða á öll liðin í kringum sig.

ÍA vann þá sinn þriðja leik í röð þegar liðið fékk Sindra í heimsókn. Skagastelpur sýndu mikinn karakter og áttu magnaða endurkomu í uppbótartíma eftir að hafa lent undir á 82. mínútu.

Unnur Ýr Haraldsdóttir og Ylfa Laxdal Unnarsdóttir skoruðu mörk ÍA í uppbótartíma til að snúa leiknum við. Skagakonur eru komnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Sindri er einnig með níu stig en hefur spilað sjö umferðir.

Að lokum rúllaði Völsungur yfir Álftanes og kom sér þannig upp í fjórða sæti. Völsungur er aðeins þremur stigum frá liðunum í öðru sæti og með leik til góða. 

Álftanes er með sjö stig eftir sjö umferðir. 

ÍA 3 - 2 Sindri
1-0 Anna Þóra Hannesdóttir ('40 )
1-1 Samira Suleman ('55 )
1-2 Regielly Halldórsdóttir ('82 )
2-2 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('90 )
3-2 Ylfa Laxdal Unnarsdóttir ('90 )

Völsungur 4 - 0 Álftanes
1-0 Sonja Björg Sigurðardóttir ('8 )
2-0 Sarah Catherine Elnicky ('18 )
3-0 Krista Eik Harðardóttir ('29 )
4-0 Krista Eik Harðardóttir ('57 )

Fram 1 - 0 Einherji
1-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('22 )




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner