Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Martinez frestaði sumarfríinu til að ræða við Ajax
Martinez er fjölhæfur miðvörður sem getur spilað sem varnartengiliður og vinstri bakvörður.
Martinez er fjölhæfur miðvörður sem getur spilað sem varnartengiliður og vinstri bakvörður.
Mynd: EPA

Lisandro Martinez er búinn að tilkynna Ajax að hann vilji skipta yfir í ensku úrvalsdeildina eftir að hollensku meistararnir höfnuðu tilboðum frá Arsenal og Manchester United í varnarmanninn.


Martinez var staddur á Íbíza fyrri part sumarfrísins og ætlaði að fljúga heim til Argentínu fyrir seinni partinn en neyddist til að fresta þeirri ferð. Í staðinn flaug hann til Amsterdam til að ræða við Ajax og tilkynna félaginu að hann krefðist þess að vera seldur.

Martinez tók í kjölfarið flug til Argentínu og mun reyna að njóta frísins meðan tvö af sögufrægari liðum ensku úrvalsdeildarinnar berjast um hann.

Martinez á eftir að taka ákvörðun um hvort hann vilji frekar spila fyrir Arsenal eða Man Utd en Erik ten Hag gæti spilað stóran þátt í ákvörðuninni. 

Sky Sports greinir frá þessu og bætir því við að Martinez sé einnig áhugasamur um að starfa undir stjórn Mikel Arteta.


Athugasemdir
banner
banner
banner