Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 15:24
Brynjar Ingi Erluson
Times: Ronaldo biður um að fá að fara frá Man Utd - Vill að félagið samþykki sanngjörn tilboð
Cristiano Ronaldo gæti verið á förum í sumar
Cristiano Ronaldo gæti verið á förum í sumar
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur tjáð stjórnarmönnum félagsins að hann vilji fara í þessum glugga en þetta kemur fram í grein The Times í dag.

Það greip um sig mikil nostalgía er Ronaldo gekk aftur í raðir Manchester United á síðasta ári en þá voru tólf ár frá því að hann spilaði síðast með liðinu.

Hann skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á annars slöku tímabili liðsins sem tókst ekki að tryggja sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Times skrifar í dag að Ronaldo hafi farið fram á sölu frá félaginu. Hann hefur beðið United um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig.

Ronaldo vill spila áfram í Meistaradeild Evrópu og er það stór ástæða fyrir því að hann sér ekki fyrir sér að spila áfram með United.

Sporting Lisbon og Roma eru sögð áhugasöm um að fá Ronaldo í glugganum en draumur Ronaldo er að klára ferilinn hjá Sporting.
Athugasemdir
banner
banner
banner