Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Bold.dk 
Vestri borgar eins og dönsk úrvalsdeildarfélög
Nicolaj Madsen
Nicolaj Madsen
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Vestri
Danski miðjumaðurinn Nicolaj Madsen kann vel við sig á Íslandi en hann hefur spilað fyrir Vestra síðustu tvö tímabil. Hann ræddi við danska miðilinn Bold um dvölina.

Madsen gekk í raðir Vestra í byrjun seinasta árs en liðið hafnaði í 7. sætinu í Lengjudeildinni árinu áður.

Hann hefur spilað fyrir HB Köge, SönderjyskE og Vejle í Danmörku og þá í neðri deildunum í Þýskalandi, en hann sér ekki ástæðu til að snúa aftur heim til Danmerkur.

„Því kapphlaupi er lokið (að fara heim). Ég verð bara að viðurkenna það að miðað það sem þeir borga hér, svona miðað við það sem ég fæ heima, þá sé ég ekki ástæðu til að koma aftur til Danmerkur," sagði Madsen.

Madsen segir að launin hjá Vestra séu svipað því sem menn fá borgað fyrir að spila í dönsku úrvalsdeildinni eða hjá toppliðunum í B-deildinni.

„Já, það hefur alltaf verið hluti af þessu. Ég kom hingað með góða ferilskrá og það hjálpaði mér líka, en ég hef líka, með mínu framlagi, skilað til baka til félagsins. Það er búið að vera gaman að vera hluti af þessu. Ég hef gaman af því að prófa hluti og því hefur Ísland hentað mér ágætlega."

„Þú færð laun, bíl og íbúð, þannig það er ekki mikill kostnaður við að vera hér. Ef þú tekur þetta saman þá samsvarar þetta því sem sum lið í Superligunni og bestu liðin í B-deildinni eru að borga."

„Það er auðvitað aukin pressa því þeir búast við því að þú spilir alltaf þinn besta leik, þannig ég verð að skila mínu."


Ánægður á Íslandi

Madsen er ánægður á Íslandi og kann vel við sig hér. Hann á ár eftir af samningi og gæti alveg hugsað sér að vera lengur.

„Þetta er búið að vera sérstakt. Ég hef líka fengið mikla reynslu af þessu brjálaða veðri sem er hér á Íslandi. Við erum á Norð-Austurlandi, alveg við sjóinn. Þetta er samt ekkert alltof fínt, því það er oft brjálaður vindur hérna, en maður verður að viðurkenna að þetta hefur verið fínt. Vestri er svolítið ólíkur öðrum félögum á landinu."

„Flest liðinu eru á Reykjavíkursvæðinu, þannig það er mikið af útlendingum hérna og það eru alltaf að koma nýir leikmenn inn, því íslensku strákarnir fara til Reykjavíkur þegar þeir eru á milli 18-20 ára til þess að læra. Þetta er svona útlendingahópur, en auðvitað eru einhverjir Íslendingar. Þetta er búið að vera gaman og er áfram gaman, þannig þetta hefur verið góð reynsla hingað til."


Veðrið á Íslandi er ansi breytilegt en fer það í taugarnar á honum?

„Ég hef bara ákveðið að fókusera ekki of mikið á það. Ef þú ferð að gera það þá ertu ekki að fara endast lengi hér. Það snjóaði fyrir þremur dögum og það eru næstum því núll gráður þegar þú ert með vindinn í bakið; það á að vera sumar núna. Þegar maður sér alla vini sína heima í Danmörku hlaupa um á sundskýlum þá kemur smá öfundssýki í mann."

Hann segir að hann hafi það gott hér og að íslenski boltinn henti honum ágætlega.

„Síðasta ár var gott fyrir mig persónulega. Ég var valinn leikmaður ársins og fékk góð tækifæri í efstu deild. Ég kom frá Þýskalandi þar sem ég var ekki að spila og var því án félags. Ég er ánægður á Íslandi og á ár eftir af samningi.

„Það lítur út fyrir að ég muni halda áfram á næsta ári og ég er sáttur við það því ég hef það gott hér. Þetta hentar vel því það er gott og langt frí frá deildinni þannig íslenski boltinn hentar mér mjög vel,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner