Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
Pétur Péturs: Einhver 100 lið búin að bjóða í hana
banner
   þri 02. júlí 2024 21:56
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Fannst meira hjarta í mínu liði
,,Hefðum getað skorað svona sjö mörk!
Hallgrímur var gríðarlega ánægður með sína menn.
Hallgrímur var gríðarlega ánægður með sína menn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta leggst bara ótrúlega vel í okkur. Annað skiptið í röð og nú ætlum við okkur alla leið,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, þegar hann var spurður hvernig það færi í mannskapinn að vera á leið í bikarúrslit annað árið í röð eftir 3-2 sigur á Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

Undanúrslitaleikir KA við Breiðablik og núna Val hafa ekki verið fyrir hjartveika. Fara í vítaspyrnukeppni í fyrra gegn Blikum og héldu svo sínu fólki aldeilis á tánum í kvöld með því að fara með nokkur færi til þess að gera út um leikinn og halda hjartslættinum í hámarki með því.

„Já það er rétt, það var hörkuleikur í fyrra og í dag spilum við bara ótrúlega vel. Leikurinn þróast vel fyrir okkur, við komumst yfir og þeir fara hátt með liðið og það skapast svæði. Svona eftir á, þá hefðum við getað skorað svona sjö mörk! Við fáum einn á móti markmanni nokkrum sinnum, en það skiptir svosem engu máli núna.''

Hallgrímur setti spurningarmerki við jöfnunarmark Vals, en var jafnframt mjög ánægður með svar KA manni við því áfalli.

„Smá högg að fá á okkur fyrsta markið, af því að við erum einum færri og okkar maður er fyrir utan völlinn. En við sýnum karakter og höldum áfram. Mér fannst bara meira hjarta í mínu liði. Valsliðið er gríðalega gott og ég held að það sem hafi skilað sigrinum í dag að við vildum þetta meira en þeir.''

Hallgrímur stillti upp í 3-5-2 kerfi og Jakob Snær Árnason og Kári Gautason spiluðu sín hlutverk sem vængbakverðir frábærlega í kvöld.

„Ég vildi fá aggresíva og fljóta vængbakverði á móti þeirra könturum. Þeir eru með frábær gæði fram á við, þeirra kantarar. Svo að ég vissi að ef að við myndum vinna boltann þá væru svæði til að fara á þá og við nýttum okkur það vel. Skorum þrjú góð mörk og hefðum getað skorað meira.''

Stemningin var frábær í stúkunni og Hallgrímur var gríðarlega spenntur að fá að upplifa bikarúrslitastemningu aftur með stuðningsfólki KA.

„Stemningin var með okkur. Áhorfendur í dag voru frábærir og við hlökkum ekkert eðlilega til að fara með þá annað árið í röð á Laugardalsvöll. Æðislegur dagur og unnum mjög sterkt Valslið,'' sagði glaður Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner