
Evrópumótið í Sviss fer núna fram og hefur Ísland leik á mótinu gegn Finnlandi í dag. Á meðan mótinu stendur eru ýmsar sögusagnir í gangi varðandi leikmannaskipti enda er sumarið tíminn til þess.
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir gekk í raðir Inter í gærmorgun og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var svo tilkynnt hjá ítalska félaginu í morgun. Svo eru aðrar landsliðskonur að skoða framtíð sína.
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir gekk í raðir Inter í gærmorgun og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var svo tilkynnt hjá ítalska félaginu í morgun. Svo eru aðrar landsliðskonur að skoða framtíð sína.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því hvort félagaskipti og sögur um þau væru að trufla eitthvað á mótinu.
„Ekki neitt," sagði Steini. „Þetta er bara partur af því að vera að spila á þessum tíma. Þetta hefur ekki truflað okkur neitt. Við erum sallaróleg yfir þessu og leikmenn virðast vera mjög rólegir yfir þessu. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af."
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir