Jón Daði Böðvarsson er kominn heim í Selfoss eftir glæstan atvinnumannaferil.
Hann hóf ferilinn með Selfossi árið 2008 en hélt út í atvinnumennsku árið 2013 og samdi við Viking í Noregi. Hann spilaði hálft ár í Þýskalandi með Kaiserslautern árið 2016 en hélt svo til Englands.
Hann hóf ferilinn með Selfossi árið 2008 en hélt út í atvinnumennsku árið 2013 og samdi við Viking í Noregi. Hann spilaði hálft ár í Þýskalandi með Kaiserslautern árið 2016 en hélt svo til Englands.
Þar spilaði hann með Wolves, Reading, Millwall og Bolton áður en hann gekk til liðs við Wrexham árið 2024 sem var, eins og Bolton, í C-deildinni. Það gekk ekki alveg upp og hann hélt til Burton sem var í harðri fallbaráttu í sömu deild.
„Þetta kom gífurlega skemmtilega á óvart. Ég var í Wrexham, ég endaði upp í stúku síðasta tímabilið hjá Bolton þar sem ég var meiddur. Var búinn að díla við endalaust af meiðslum þar," sagði Jón Daði.
„Ég stekk á það, þetta er stuttur samningur og ég hafði engu að tapa. Ég fékk úr voðalega litlu að moða þar, svona er mennskan, engin biturð. Ég viðurkenni að ég hugsaði að þetta væri komið gott og var að hugsa um að koma heim þá."
Þá hafði Burton samband.
„Þeir voru gífurlega mikið að ýta á mann og ég ákvað að taka slaginn. Ég man að ég leit á töfluna og mér leist ekkert á blikuna, þeir voru tólf stigum frá öruggu sæti, tveir sigurleikir í tuttugu og eitthvað leikjum. Þetta er það magnaða við fótboltann, maður fór bara á flug og við náðum að redda okkur. Þetta var mjög jákvæður endir og mér fannst það sitja mjög vel í mér að enda þetta svona,"
Tími Jóns Daða hjá Burton var mjög góður en hann skoraði fimm mörk í 13 leikjum og hann hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Skandinavískur eigendahópur festi kaup á félaginu í fyrra en í þeim hópi eru nokkrir Íslendingar. Hann sagði að það hafi verið extra sætt að hjálpa þeim.
„Maður var bara smá meyr í lokin á tímabilinu. Við vorum svo langt frá öruggu sæti þegar ég kem. Það var ekki bara ég heldur aðrir leikmenn líka sem höfðu jákvæð áhrif og við náðum að rífa okkur í gegn í lokin er virkilega góð tilfinning," sagði Jón Daði.
Athugasemdir