Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„KA hlýtur að vera leita að leiðum til þess að losna við Viðar"
Viðar Örn.
Viðar Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði skrifaði undir í gær.
Jón Daði skrifaði undir í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í gær var Jón Daði Böðvarsson tilynntur sem nýr leikmaður Selfoss. Hann er mættur aftur heim eftir 13 ár í atvinnumennsku.

Rætt var um félagaskiptin í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og barst talið fljótlega að öðrum Selfyssingi, framherja sem hefur átt erfitt uppdráttar hjá KA. Viðar Örn Kjartansson á enn eftir að skora í sumar og hefur ekki fengið sérstaklega margar mínútur í síðustu leikjum.

„KA hlýtur að vera leita að leiðum til þess að losna við Viðar Örn Kjartansson, ég geri bara ráð fyrir því. Það virðist vera nokkuð augljóst að þeir ætla sér ekki að nota hann í stóru hlutverki. Ég hugsa að það væri best fyrir alla aðila ef Viðar færi bara með honum (Jóni Daða)," sagði Gunnar Birgisson.

„Kæmi bara í björgunaraðgerðir með honum," skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Selfoss er í fallsæti en ætlar sér að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.

„Svo væri bara staðan tekin eftir tímabil. Ef Viðar byrjar frábærlega með Selfossi og klárar tímabilið vel, þá fær hann alltaf annað tækifæri í Bestu deildinni, ef hann langar til þess," sagði Gunnar.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 2 2 26 - 14 +12 29
2.    Breiðablik 13 8 2 3 24 - 18 +6 26
3.    Valur 13 7 3 3 35 - 19 +16 24
4.    Stjarnan 13 6 2 5 24 - 24 0 20
5.    Fram 13 6 1 6 21 - 18 +3 19
6.    Vestri 13 6 1 6 13 - 11 +2 19
7.    Afturelding 13 5 2 6 15 - 17 -2 17
8.    KR 13 4 4 5 34 - 34 0 16
9.    FH 13 4 2 7 19 - 19 0 14
10.    ÍBV 13 4 2 7 13 - 21 -8 14
11.    KA 13 3 3 7 12 - 25 -13 12
12.    ÍA 13 4 0 9 15 - 31 -16 12
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir