Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tóku því mjög illa þegar Óskar vildi fara
Mynd: Víkingur
Óskar Borgþórsson gekk til liðs við Víking frá Sogndal í Noregi í gær en hann er kominn til Íslands að eigin sögn til að sýna hvað hann getur.

Hann fékk lítið að spila með Sogndal síðustu mánuðina eftir að Víkingur sýndi honum áhuga fyrir tímabilið hér heima.

„Ég var tilbúinn að skoða það að fara í Víking þá. Eftir það fannst mér ég aldrei vera inn í myndinni hjá þjálfaranum. Þegar ég sá það hugsaði ég að ég nennti ekki að vera hérna," sagði Óskar.

„Utan vallar var þetta fínt því ég var búinn að eignast marga vini. Á æfingum var þetta mjög gaman en ég hataði leikdaga því ég vissi að ég væri ekki að fara spila neitt."

Hann fór svo á fund með yfirmanni fótboltamála hjá félaginu.

„Ég sagði honum að ég vildi fara því ég sá að það voru meiri möguleikar í Víkingi heldur en að vera í Sogndal. Hann tók því mjög illa og vildi ekki leyfa mér að fara því glugginn í Noregi var lokaður og þeir gætu ekki keypt neinn í staðinn fyrir mig. Það var helvíti pirrandi," sagði Óskar.

Lítill spiltími hafði ekki of mikil áhrif á hann.

„Maður vill alltaf spila eins mikið og maður getur, þess vegna er maður í þessu. Eins erfitt og það er þá reyndi ég að láta það hafa eins lítil áhrif á mig og ég gat. Ég er alltaf glaður og hamingjusamur, ég get ekki breytt því hvernig ég er, þótt ég sé ekki að spila þá er maður alltaf glaður utan vallar. Ég er bara eins og ég er," sagði Óskar.

„Þetta var mjög lærdómsríkt. Ég varð betri leikmaður og betri manneskja. Ég sé ekki eftir þessu, mér fannst þetta mjög gaman. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, búa í útlöndum og vera í öðru lífi. Ég kann að tala norsku," sagði Óskar að lokum en hann ætlar að sanna sig hjá Víkingi til að komast aftur út.
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Athugasemdir