Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 02. ágúst 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 17. sæti
Burnley
Í 17. sæti er Burnley.
Í 17. sæti er Burnley.
Mynd: EPA
Kóngurinn í Burnley.
Kóngurinn í Burnley.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Nick Pope.
Markvörðurinn Nick Pope.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg skoraði tvö mörk á síðustu leiktíð.
Jóhann Berg skoraði tvö mörk á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Chris Wood fagnar marki.
Chris Wood fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Frá Turf Moor.
Frá Turf Moor.
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í að enska úrvalsdeildin byrji á nýjan leik. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 17. sæti er Íslendingalið Burnley.

Um liðið: Burnley er núna á leið í sitt sjötta tímabil í röð í deild þeirra bestu. Liðið endaði að lokum í 17. sæti í fyrra en var einhvern veginn aldrei nálægt því að falla, alla vega ekki að lokum. Geta þeir haldið áfram að forðast falldrauginn fræga, eða endar liðið í alvöru fallbaráttu frá upphafi til enda á þessari leiktíð?

Stjórinn Sean Dyche: Kóngurinn í Burnley; maðurinn með djúpu röddina. Stundum kallaður rauðhærði Mourinho enda er hann virkilega góður í að skipuleggja lið varnarlega. Hann er reyndar ekki með neitt hár á hausnum en það er annað mál. Hefur verið stjóri Burnley frá 2012 og er langlífasti stjóri deildarinnar.

Staða á síðasta tímabili: 17. sæti

Styrkleikar: Það er virkilega erfitt að brjóta Burnley á bak aftur. Liðið er með stórkostlegan markvörð og tvo frábæra miðverði; Nick Pope, James Tarkowski og Ben Mee. Það hefur í raun verið hægt að skrifa það sama í þennan dálk um Burnley síðustu 4-5 árin; lið sem erfitt er að mæta, leikmenn þekkja sín hlutverk og sín takmörk, liðið er mjög samheldið og Dyche er virkilega klókur stjóri. Það er kannski ekki svo galið að líkja Burnley við íslenska landsliðið frá því fyrir svona 4-5 árum; 4-4-2 og iðnaðarvinna.

Veikleikar: Það á að vera erfitt að koma á Turf Moor. Þetta er gamaldags heimavöllur og á að vera gryfja. Að vinna bara fjóra leiki þar - eins og Burnley gerði á síðustu leiktíð - er ekki boðlegt. Liðinu vantar framlag frá fleirum; Chris Wood skoraði 12 deildarmörk á síðasta tímabili en næst komu þrír leikmenn með þrjú mörk. Það virðist ekki vera mikið svigrúm til að taka skref fram á við og sést á leikmannamarkaðnum. Þar er ekkert að frétta hjá Burnley.

Talan: 2
Mörkin sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir Burnley á síðustu leiktíð. Vonandi gerir hann fleiri mörk á þessu tímabili!

Lykilmaður: Nick Pope
Besti enski markvörðurinn á þessari jörðu í augnablikinu. Frábær á milli stanganna og gríðarlega mikilvægur í liði Burnley. Hann þarf að verja nokkur skot til þess að Burnley endi ofar en í 17. sæti á þessu tímabili.

Fylgist með: Jóhann Berg Guðmundsson
Hefur verið mikið meiddur undanfarið. Vonandi nær Jóhann Berg upp góðum takti fyrir landsleiki Íslands í september, október og nóvember. Það er gríðarlega mikilvægt. Það er alltaf gaman að fylgjast með íslenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.

Komnir:
Nathan Collins frá Stoke - 12 milljónir punda
Jacob Bedeau frá Scunthorpe - Frítt
Wayne Hennessey frá Crystal Palace - Frítt

Farnir:
Ben Gibson til Norwich - 8 milljónir punda
Robbie Brady - Án félags
Joel Mumbongo til Accrington - Á láni
Jimmy Dunne til QPR - Óuppgefið
Lukas Jensen til Carlisle - Á láni
Bailey Peacock-Farrell til Sheffield Wednesday - Á láni
Josh Benson til Barnsley - Óuppgefið

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Burnley - Brighton
21. ágúst, Liverpool - Burnley
29. ágúst, Burnley - Leeds

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner