Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 02. ágúst 2022 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glænýtt og gjörbreytt Burnley
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Burnley byrjaði nýtt tímabil á sigri. Þeir mættu Huddersfield í fyrsta leik sínum í Championship-deildinni á föstudagskvöld og unnu þar góðan 0-1 sigur.

Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og ákvað við það að ráðast í mikla breytingar.

Undir stjórn Sean Dyche var liðið þekkt sem varnarsinnað lið sem var alltaf með axlarböndin á. Burnley var mikið í löngum boltum og treysti á föst leikatriði. Í fyrra var liðið með fæstar reyndar sendingar af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Það var tölfræði sem kom ekkert á óvart.

Núna er félagið að fara aðra leið. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, tók við stjórnartaumunum í sumar og hafa margir nýir leikmenn komið inn.

Það á greinilega að spila öðruvísi fótbolta á þessu tímabili, fallegri bolta sem Burnley hefur engan veginn verið þekkt fyrir síðustu árin.

Í fyrstu umferð Championship-deildarinnar þá var það Burnley sem reyndi flestar sendingar af öllum liðum og þar af voru 86,3 pósent af þeim heppnaðar - eða 506 talsins. Það eru flestar heppnaðar sendingar hjá Burnley í deildarleik frá því mælingar hófust.

Liðið var 66 prósent með boltann í leiknum gegn Huddersfield, en aðeins Swansea var meira með boltann í fyrsta umferð deildarinnar.

Burnley var líka að spila sóknarbolta og átti flestar skottilraunir af öllum liðum deildarinnar í fyrstu umferðinni - 16 talsins. Huddersfield átti aðeins tvær tilraunir í leiknum.

Þess má geta að Huddersfield fór í úrslit umspilsins í fyrra og var nálægt því að komast upp.

Jóhann Berg fjarri góðu gamni
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni hjá Burnley næstu mánuðina og næstu árin. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með liðinu um helgina þar sem hann er að glíma við meiðsli. Það er vonandi að hann verði klár í slaginn sem fyrst.

Næsti leikur Burnley á laugardaginn er þeir fá Luton Town í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner