Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. ágúst 2022 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Huddlestone til Man Utd (Staðfest) - Verður spilandi þjálfari U23 ára liðsins
Tom Huddlestone (t.h.) verður spilandi þjálfari U23 ára liðsins
Tom Huddlestone (t.h.) verður spilandi þjálfari U23 ára liðsins
Mynd: Man Utd
Enski miðjumaðurinn Tom Huddlestone hefur gengið frá samningum við Manchester United og mun hann þjálfa og spila með U23 ára liði félagsins á komandi leiktíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United í dag.

Huddlestone, sem er 35 ára gamall, á fjóra A-landsleiki að baki en hann hefur spilað fyrir félög á borð við Derby County, Tottenham Hotspur og Wolves.

Hann spilaði með Hull City á síðustu leiktíð þar sem hann lék ellefu deildarleiki í B-deildinni áður en hann var leystur undan samningi undir lok tímabilsins.

Englendingurinn hefur nú verið ráðinn til starfa hjá Manchester United en hann mun koma að þjálfun hjá akademíu félagsins og vera spilandi þjálfari U23 ára liðsins. Hann tekur við hlutverkinu af Paul McShane.

Huddlestone kemur inn með mikil gæði á æfingasvæðið og hjálpar til við að þróa leikmenn félagsins.

Hann fær að spila með U23 ára liðinu en hvert lið má spila þremur útileikmönnum sem eru 21 árs eða eldri í hverjum leik.
Athugasemdir
banner
banner