Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. ágúst 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur ekki hrósið sem Salihamidzic og félagar eru að fá
Mane gekk í raðir Bayern í sumar.
Mane gekk í raðir Bayern í sumar.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: EPA
Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum framkvæmdastjóri Bayern München, er ekki hrifinn af félagaskiptaglugganum hjá félaginu í sumar.

Bayern hefur bætt við sig Matthijs de Ligt, Sadio Mane, Ryan Gravenberch og fleirum í sumar en samt sem áður er Rummenigge ekki sáttur með gang mála.

Hann telur að Bayern sé ekki að versla úr efstu hillu og lýsti yfir þeirri skoðun sinni í pistli sem hann skrifaði fyrir Sportbuzzer.

„Af hverju er verið að hrósa Salihamidzic og félögum fyrir leikmannagluggann? Ég get allavega ekki tekið þátt í því," skrifaði Rummenigge en Hasan Salihamidzic er yfirmaður fótboltamála hjá þýska stórveldinu.

„Með fullri virðingu fyrir Mane og De Ligt, þá eru þeir ekki í heimsklassa. Ef það væri þannig þá hefði Jurgen Klopp ekki hleypt Mane svona auðveldlega frá Liverpool."

Rummenigge hefði viljað sjá Bayern gera meira til að halda í Niklas Sule, frekar en að kaupa De Ligt frá Juventus.

Fyrrum framkvæmdastjórinn er spenntari fyrir Noussair Mazraoui, bakverði sem var keyptur frá Ajax. Hann telur að það gætu verið bestu skipti Bayern í sumar.

Bayern er langlíklegasta liðið til að vinna þýsku úrvalsdeildina á komandi keppnistímabili en markmiðið hlýtur líka að vera að vinna Meistaradeildina miðað við þau stóru viðskipti sem hafa verið framkvæmd hjá félaginu í sumar. Rummenigge er ekki hrifinn, en miklum peningum hefur verið eytt og því fylgja væntingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner