Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 02. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Terry Neill er látinn - Yngsti fyrirliði og þjálfari í sögu Arsenal
Mynd: Getty Images

Terry Neill, fyrrum fyrirliði og þjálfari Arsenal og norður-írska landsliðsins, er látinn, áttræður að aldri.


Neill fæddist í Belfast og er enn í dag yngsti fyrirliði í sögu Arsenal, hann fékk bandið þegar hann var aðeins 20 ára gamall. Hann spilaði um 300 leiki fyrir félagið frá 1957 til 1970 áður en hann hélt til Hull City sem spilandi þjálfari - aðeins 28 ára að aldri.

Neill var spilandi þjálfari hjá Hull í þrjú ár og tók á svipuðum tíma einnig við norður-írska landsliðinu. Hann var því um tíma bæði leikmaður og þjálfari hjá Hull City og Norður-Írlandi, allt á sama tíma, áður en hann lagði fótboltaskóna á hilluna.

Hann lagði skóna á hilluna 1973 og tók við Tottenham Hotspur ári síðar. 1976 var hann svo ráðinn til Arsenal þar sem hann starfaði í sjö ár þar til hann ákvað að hætta störfum í fótboltaheiminum, þó aðeins 41 árs gamall.

Til gamans má geta að Neill skoraði eina mark leiksins síðast þegar Norður-Írland sigraði fótboltaleik gegn Englandi á Wembley, fyrir 50 árum síðan. Þá er hann yngsti knattspyrnustjóri í sögu Arsenal og hefur lýst þónokkrum fjölda leikja á Arsenal TV.


Athugasemdir
banner
banner