Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 02. ágúst 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Bestu kaup í sögu Brighton"
Mynd: Getty Images
Pascal Gross var í gær kynntur sem nýr leikmaður Dotmund sem keyptir hann af Brighton á um 10 milljónir punda. Gross var í sjö ár hjá Brighton og var í mjög stóru hlutverki þar.

Hann er mjög fjölhæfur leikmaður sem kom að 84 mörkum í 261 leik hjá Brighton. Hann er 33 ára og er nú mættur til uppeldisfélagsins.

Tony Bloom, formaður Brighton, fór mjög fögrum orðum um Gross í gær.

„Þegar horft er í hvað Pascal gerði á vellinum, þá má segja að kaupin á honum séu þau bestu hjá félaginu í úrvalsdeildinni."

„Hann hefur verið hjá okkur öll árin í úrvalsdeildinni og hefur verið alveg magnaður. Það hefur verið unun að horfa á hann spila og hann hefur komið að svo mörgujm eftirminnilegum stundum á síðustu sjö tímabilinum."

„Ég er virkilega sorgmæddur að sjá hann fara - og ég veit að þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir hann - en ég skil löngun hans að klára ferilinn á toppnum í Þýskalandi með félaginu sem hann hefur stutt frá því í æsku."

„Orðið goðsögn er oft ofnotað, en í tilviki Pascal þá er hann algjör goðsögn hjá þessu félagi og hann verður hér velkominn hvenær sem er í framtíðinni,"
sagði formaðurinn.

Athugasemdir
banner