Fulham hefur staðfest kaup sín á Emile Smith Rowe sem kemur frá Arsenal. Um metkaup er að ræða hjá Fulham en félagið hefur aldrei greitt hærri upphæð fyrir leikmann.
Fulham staðgreiðir 27 milljónir punda og svo eru árangurstengdar greiðslur sem geta ýtt kaupverðinu upp í 34 milljónir punda.
Fulham staðgreiðir 27 milljónir punda og svo eru árangurstengdar greiðslur sem geta ýtt kaupverðinu upp í 34 milljónir punda.
Smith Rowe var í algjöru aukahlutverki hjá Arsenal á síðasta tímabili, lék einungis 346 mínútur í deildinni. Fyrri hluta tímabilsins settu hnémeiðsli strik í reikninginn hjá honum.
Hann er 24 ára miðjumaður sem á að baki þrjá landsleiki fyrir England en hefur ekki leikið með landsliðinu í rúm tvö ár. Hann var hluti af U21 landsliðinu sem vann EM í fyrra.
Smith Rowe er uppalinn hjá Arsenal. Hann var lánaður til RB Leipzig árið 2019 og til Huddersfield árið 2020. Fyrir utan það hefur hann allan sinn feril verið hjá Arsenal.
Jean Michael Seri, sem Fulham keypti frá Nice árið 2018, var fyrir daginn í dag sá dýrasti sem Fulham hafði keypt.
A Rowe along the Thames... ???? pic.twitter.com/fKMiur2ojB
— Fulham Football Club (@FulhamFC) August 2, 2024
Athugasemdir