Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fös 02. ágúst 2024 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ná saman um Lukaku en hann vill bara eitt félag - Merino nálægt Arsenal
Powerade
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Niclas Fullkrug er á leið í enska boltann.
Niclas Fullkrug er á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Mikel Merino er á leið til Arsenal.
Mikel Merino er á leið til Arsenal.
Mynd: EPA
Gleðilegan föstudaginn. Það er verlunarmannahelgi framundan en það stoppar ekkert slúðrið. Hér er það helsta í slúðrinu þennan föstudaginn.

West Ham er nálægt því að krækja í tvo leikmenn; sóknarmanninn Niclas Fullkrug (31) frá Borussia Dortmund og kantmanninn Crysencio Summerville (22) frá Leeds. (Sky Sports)

Arsenal, Real Madrid og Atletico Madrid hafa öll áhuga á franska miðjumanninum Adrien Rabiot (29) sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Juventus. (Gazzetta)

Aston Villa er búið að ná samkomulagi við Chelsea um Romelu Lukaku (31) en leikmaðurinn vill frekar fara til Napoli. (Il Mattino)

West Ham hefur náð persónulegu samkomulagi við bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (26) en félagið hefur ekki náð samkomulagi við Manchester United um kaupverð. (Sky Sports)

Fulham er komið langt í viðræðum við Villarreal um miðvörðinn Jorge Cuenca (24). (Standard)

Napoli ætlar að bjóða 12 milljónir evra í skoska miðjumanninn Billy Gilmour (23) sem er á mála hjá Brighton. (Sky Sports)

Arsenal er nálægt því að kaupa miðjumanninn Mikel Merino (29 frá Real Sociedad fyrir 25 milljónir punda. (Mirror)

Roma hefur komist að samkomulagi við spænska félagið Girona um kaup á sóknarmanninum Artem Dovbyk (27) fyrir 28,8 milljónir punda. Dovbyk var markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar á síðasta tímabili. (Repubblica)

AC Milan hefur þá áhuga á að kaupa enska sóknarmanninn Tammy Abraham (26) frá Roma. (Repubblica)

Stuttgart mun hætta að reyna við Deniz Undav (28), sóknarmann Brighton, ef ekki næst samkomulag á næstunni. (Kicker)

Newcastle er komið langt í viðræðum við Sheffield United um kaup á framherjanum William Osula (20) fyrir 10 milljónir punda. (Telegraph)

Leipzig hefur hafnað öðru tilboði Barcelona í Dani Olmo (26). (Sport)

Nottingham Forest ætlar ekki að selja miðjumanninn Morgan Gibbs-White (24) í sumar þrátt fyrir áhuga frá Newcastle, Arsenal, Aston Villa og Chelsea. (HITC)

Fulham er á meðal félaga sem hafa áhuga á Diego Carlos (31) frá Aston Villa. (Mail)

Manchester United ætlar að halda áfram á markaðnum eftir að Leny Yoro og Rasmus Höjlund meiddust. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner