Eftir úrslit gærkvöldsins í 2. deild karla, þá er staðan í deildinni orðin ansi áhugaverð. Selfoss lagði Víking Ólafsvík að velli og náði níu stiga forskoti á meðan Reynir Sandgerði vann sigur á KFA á sama tíma.
Það má reikna með því að Selfoss fari upp nema eitthvað mikið gerist, en það er svo gott sem ómögulegt að segja hvaða lið fer með þeim.
Ólsarar eru núna í öðru sæti með 26 stig, eins og Völsungur. Svo er KFA í fjórða sæti með stigi minna.
Í sjötta sæti er Höttur/Huginn með 24 stig og þar á eftir koma Þróttur Vogum og Haukar með 23 stig.
Það munar sem sagt bara þremur stigum á liðinu í öðru sæti og liðinu í sjöunda sæti.
Það hafa örugglega einhver lið - sem eru í baráttunni í dag - hugsað sér fyrir nokkrum vikum að það væri ómögulegt að komast upp en þetta er fljótt að breytast í fótboltanum. Það eru sjö leikir eftir í deildinni og verður afar gaman að sjá hvað gerist á næstu vikum.
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 20 | 15 | 2 | 3 | 46 - 24 | +22 | 47 |
2. Völsungur | 20 | 12 | 3 | 5 | 40 - 24 | +16 | 39 |
3. Þróttur V. | 20 | 12 | 2 | 6 | 53 - 31 | +22 | 38 |
4. Víkingur Ó. | 20 | 11 | 5 | 4 | 45 - 27 | +18 | 38 |
5. KFA | 20 | 10 | 2 | 8 | 46 - 37 | +9 | 32 |
6. Haukar | 20 | 8 | 3 | 9 | 35 - 38 | -3 | 27 |
7. Höttur/Huginn | 20 | 8 | 3 | 9 | 37 - 45 | -8 | 27 |
8. Ægir | 20 | 6 | 5 | 9 | 25 - 31 | -6 | 23 |
9. KFG | 20 | 5 | 5 | 10 | 35 - 39 | -4 | 20 |
10. Kormákur/Hvöt | 20 | 5 | 4 | 11 | 17 - 36 | -19 | 19 |
11. KF | 20 | 5 | 3 | 12 | 23 - 42 | -19 | 18 |
12. Reynir S. | 20 | 3 | 3 | 14 | 24 - 52 | -28 | 12 |
Athugasemdir