Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. september 2020 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Hulkarinn skoraði tvö
Jesus Perez Lopez (Hulk) (Höttur/Huginn)
Hulk (hægri) við hlið Samu.
Hulk (hægri) við hlið Samu.
Mynd: Höttur/Huginn
Höttur/Huginn vann 3-1 sigur á Augnabliki um liðna helgi í 3. deildinni. Maður leiksins var Jesus Perez Lopez sem skoraði tvö mörk fyrir heimamenn í H/H. Fyrir frammistöðuna var hann valinn Jako Sport-leikmaður umferðarinnar í 3. deild.

Það er hlaðvarpsþátturinn Ástríðan sem velur leikmann umferðarinnar í 3. deild og hlusta má á nýjasta þáttinn, þar sem greint er frá valinu, hér neðst í fréttinni.

Jesus Perez Lopez, sem fæddur er árið 2000, hefur skorað þrjú mörk í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað með H/H í sumar. Hulk, eins og hann er kallaður, gekk í raðir félagsins núna í ágúst-glugganum og hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum.

„Hulk er leikmaður umferðarinnar. Annar sem kom til greina var Magnús Sverrir í Reyni Sandgerði en ég er orðinn þreyttur á að velja Reynismenn. Luke Rae skoraði tvö og kom einnig til greina en umfang sigursins hjá Hetti/Hugin og Hulkarinn skorar tvö finnst mér verðskulda þetta val," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Ég er sammála þessu vali, verðskuldað," sagði Alexander Már Þorláksson sem var gestur þáttarins.

Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Todor Hristov (Einherji)
Bestur í 7. umferð - Luke Morgan Conrad Rae (Tindastóll)
Bestur í 8. umferð - Hörður Sveinsson (Reynir S.)
Bestur í 9. umferð - Magnús Sverrir Þorsteinsson (Reynir S.)
Bestur í 10. umferð - Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik)
Bestur í 11. umferð - Karl Viðar Magnússon (Vængir Júpíters)

Næstu leikir í 3. deild:
Í dag
20:00 KV-KFG (KR-völlur)

sunnudagur 6. september
14:00 Álftanes-KV (Bessastaðavöllur)
14:00 Vængir Júpiters-Einherji (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Höttur/Huginn-Reynir S. (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Sindri-Tindastóll (Sindravellir)

mánudagur 7. september
20:00 KFG-Augnablik (Samsungvöllurinn)
20:00 Elliði-Ægir (Fylkisvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner