mið 26. ágúst 2020 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Skoraði tvö mörk í vinstri bakverðinum
Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik)
Hrannar Bogi Jónsson.
Hrannar Bogi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Augnablik vann öflugan heimasigur gegn toppliði deildarinnar, Reyni Sandgerði, á föstudaginn í síðustu viku. Augnablik blandaði sér með sigrinum í baráttuna um að komast upp í 2. deild.

Hrannar Bogi Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Augnablik í leiknum í 3-1 sigri. Hrannar var fyrir frammistöðu sína valinn Jako Sport-leikmaður umferðarinnar í 3. deild karla. Öll lið hafa nú leikið ellefu leiki en valið er fyrir 10. umferðina. Það er hlaðvarpsþátturinn Ástríðan sem velur leikmann umferðarinnar. Þeir Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason eru umsjónarmenn þáttarins og má hlusta á nýjasta þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Fyrirliði Augnabliks, Hrannar Bogi, er leikmaður umferðarinnar," sagði Sverrir Mar.

„Tvö mörk sem vinstri bakvörður í frábærum 3-1 sigri á toppliði Reyni S.," sagði Óskar Smári.

Hrannar Bogi er á 27. aldursári og er uppalinn hjá Breiðabliki. Á ferli sínum hefur hann leikið með Augnabliki, Erninum, Leikni F. og Reyni Sandgerði. Hrannar hefur skorað fimm mörk í ellefu leikjum í deildinni þetta sumarið.

Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Todor Hristov (Einherji)
Bestur í 7. umferð - Luke Morgan Conrad Rae (Tindastóll)
Bestur í 8. umferð - Hörður Sveinsson (Reynir S.)
Bestur í 9. umferð - Magnús Sverrir Þorsteinsson (Reynir S.)
Ástríðan - Yfirferð yfir leiki síðustu helgar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner