Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 02. september 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Elneny á leið til Tyrklands?
Mohamed Elneny
Mohamed Elneny
Mynd: Getty Images
Egypski miðjumaðurinn Mohamed Elneny gæti verið á förum frá Arsenal á næstu dögum en það er Daily Mail sem greinir frá.

Elneny er 29 ára gamall og kom frá Basel árið 2016 en hefur átt erfitt með að festa byrjunarliðssæti.

Hann var á láni hjá Besiktas í Tyrklandi tímabilið 2019-2020 en nú gæti hann verið aftur á leið í tyrkneska boltann.

Samkvæmt Daily Mail þá er tyrkneskt úrvalsdeildarfélag á eftir honum og gæti verið að hann fari þangað en glugginn þar í landi lokar 7. september.

Elneny verður samningslaus næsta sumar en hann hefur lítinn áhuga á því að klára samninginn hjá enska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner