Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. september 2022 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England spilar mikilvægan leik á litlum velli - Wiegman svekkt
Mynd: Getty Images
Evrópumeistararnir í enska kvennalandsliðinu getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Austurríki á útivelli á morgun.

Þetta er fyrsti leikurinn þeirra eftir að liðið varð Evrópumeistari á heimavelli í sumar. Austurríska knattspyrnusambandið valdi að spila á velli sem tekur 3000 áhorfendur en Sarina Wiegman þjálfari enska liðsins er ekki ánægð með það.

Liðið er nýbúið að spila úrslitaleik á EM þar sem áhorfendamet var bætt, 90 þúsund manns mættu þá á Wembley.

„Þetta eru vonbrigði en það sýnir að kvennafótboltinn er í þróun, við þurfum að hugsa stærra, við getum spilað á stærri völlum. Austurríska liðið hefur þróast vel, þær hafa gert svo vel. Það er jákvætt að það sé uppselt en ég vona að þau taki aðra ákvörðun í framtíðinni," sagði Wiegman.

Ákvörðinin að spila á svona litlum velli var tekin vegna þess að áhuginn á austurríska liðinu virðist ekki vera meiri, í kringum 2000 manns að meðaltali á leikjum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner