Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 18:35
Brynjar Ingi Erluson
Chiesa ekki í ítalska landsliðinu - Einbeitingin sett á Liverpool
Mynd: Liverpool
Federico Chiesa, nýr leikmaður Liverpool, var ekki valinn í ítalska landsliðshópinn sem tekur þátt í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en Luciano Spalletti, þjálfari landsliðsins, hefur útskýrt ákvörðun sína.

Liverpool festi kaup á Chiesa frá Juventus fyrir rúmar 10 milljónir punda undir lok gluggans.

Ítalski vængmaðurinn hafði ekkert komið við sögu í leikjum Juventus á undirbúningstímabilinu og því ekki í leikformi.

Spalletti ætlaði sér samt að velja Chiesa í landsliðshópinn, en hætti við eftir að hafa rætt við leikmanninn.

„Ég og Chiesa töluðum saman og tókum sanngjarnt mat á stöðunni. Ég hefði fengið hann inn sem aukaleikmenn, en hann hefði ekki verið með í leikjunum,“ sagði Spalletti.

„Hann sagði mér að hann hafði rætt við nýja félagið og þyrfti að fara í sérstaka undirbúningsvinnu með liðinu,“ sagði hann enn fremur.

Chiesa var ekki með Liverpool gegn Manchester United um helgina, en ætti að vera klár eftir landsleikjatörnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner