Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   þri 02. október 2018 12:29
Hafliði Breiðfjörð
Atli Viðar Björnsson leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Atli Viðar í leik með FH í sumar.
Atli Viðar í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson tilkynnti í morgun að hann hafi leikið sinn síðasta leik en hann er orðinn 38 ára gamall.

Atli Viðar hefur spilað mest allan sinn feril hjá FH síðan hann kom til félagsins upp úr aldamótum. Hann hóf feril sinn með uppeldisfélagi sínu, Dalvík þar sem hann lék 1997, 1999 og 2000.

Þaðan fór hann svo til FH þar sem hann var síðan utan sumarsins 2007 er hann var á láni hjá Fjölni.

Hann skoraði á ferli sínum 168 mörk í 398 leikjum í deild og bikar. Auk þess á hann að baki 4 leiki fyrir A-landslið Íslands.

„Rúmum 32 árum eftir fyrsta fótboltamótið, 22 árum eftir fyrsta meistaraflokksleikinn með Dalvík og eftir 18 ár hjá FH er skrýtið að vera allt í einu "fyrrverandi" fótboltamaður," skrifaði Atli Viðar á Instagram síðu sína.

„Tel samt að nú sé ágætt að setja punkt og hefja nýjan kafla. Ég hef verið ótrúlega lánsamur að fá að taka þátt í allri velgengninni með FH undanfarin ár og geng þakklátur af velli," hélt hann áfram.

„Fótboltinn hefur verið stór hluti af lífi mínu alla mína tíð og verður það áfram, bara með allt öðrum hætti. Takk fyrir mig. Luv!"
Athugasemdir
banner
banner