Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 02. október 2020 17:53
Victor Pálsson
Rhian Brewster seldur til Sheffield United (Staðfest)
Sóknarmaðurinn Rhian Brewster hefur skrifað undir samning við Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Sheffield borgar Liverpool í kringum 23 milljónir punda fyrir framherjann.

Brewster er mikið efni en hann er aðeins 20 ára gamall og lék með Swansea á láni á síðustu leiktíð og stóð sig með prýði.

Liverpool gaf grænt ljós á að leikmaðurinn myndi fara enda margir að berjast um sæti í fremstu víglínu á Anfied. Liðið keypti til að mynda Jota frá Wolves í síðasta mánuði.

Brewster gerir fimm ára samning við Sheffield en hann lék með Liverpool frá árinu 2015 til nú 2020 en án þess að leika deildarleik með liðinu.

Athugasemdir
banner