Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   sun 02. október 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Matip ósáttur við frammistöðuna - „Þurfum að stíga upp og gera betur"
Joel Matip í leiknum gegn Brighton
Joel Matip í leiknum gegn Brighton
Mynd: EPA
Kamerúnski miðvörðurinn Joel Matip var allt annað en sáttur við frammistöðu Liverpool í 3-3 jafnteflinu gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær og segir að liðið þurfi að bæta sinn leik.

Liverpool hefur verið að lenda undir í mörgum leikjum í deildinni og aðeins safnað tíu stigum í fyrstu sjö leikjunum.

Þetta er mjög ólíkt því sem við höfum séð af liðinu síðustu ár en Matip kallar eftir því að liðið geri betur.

„Ég er klárlega ekki ánægður. Þetta var ekki góð frammistaða og Brighton spilaði vel og gerði líf okkar frekar erfitt."

„Þetta var ekki okkar leikur og þetta var svona frá byrjun. Við þurfum að bæta okkur."

„Þetta varð aðeins betra en við erum samt ekki ánægðir með frammistöðuna og sérstaklega á heimavelli. Við búumst við meiru frá okkur sjálfum,"
sagði Matip.

Alisson Becker, markvörður Liverpool, var einn af bestu mönnum liðsisn og þá hélt Roberto Firmino áfram að skora en hann gerði tvö mörk í leiknum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni.

„Það er frábært, þó svo þetta hafi ekki verið góður leikur fyrir okkur, þá er Roberto Firmino að skora. Það er geggjað og Alisson var þarna til að bjarga okkur enn og aftur og vonandi þarf hann ekki að taka svona margar vörslur í framtíðinni."

„Mér gæti ekki verið meira sama hvaða liði við erum að fara að mæta næst, við þurfum að stíga upp og gera betur,"
sagði Matip.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner