Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 02. október 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
City goðsögnin Francis Lee látin
Mynd: Getty Images
Francis Lee, fyrrum leikmaður Manchester City og Englands, er látinn 79 ára að aldri. Lee skoraði 148 mörk í 330 leikjum á átta árum hjá City og er goðsögn hjá félaginu.

Hann hjálpaði City að verða Englandsmeistari 1968.

Lee hóf sinn feril hjá Bolton Wanderers og lék einni fyrir Derby County. Hann lék 27 landsleiki fyrir England og skoraði 10 mörk.

Lee lést í morgun eftir langa baráttu við krabbamein.

Á tíma sínum hjá City vann Lee einnig FA-bikarinn, deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Samfélagsskjöldinn.

Hann varð stjórnarformaður félagsins 1994 og var í því hlutverki í fjögur ár.




Athugasemdir
banner
banner