Francis Lee, fyrrum leikmaður Manchester City og Englands, er látinn 79 ára að aldri. Lee skoraði 148 mörk í 330 leikjum á átta árum hjá City og er goðsögn hjá félaginu.
Hann hjálpaði City að verða Englandsmeistari 1968.
Hann hjálpaði City að verða Englandsmeistari 1968.
Lee hóf sinn feril hjá Bolton Wanderers og lék einni fyrir Derby County. Hann lék 27 landsleiki fyrir England og skoraði 10 mörk.
Lee lést í morgun eftir langa baráttu við krabbamein.
Á tíma sínum hjá City vann Lee einnig FA-bikarinn, deildabikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Samfélagsskjöldinn.
Hann varð stjórnarformaður félagsins 1994 og var í því hlutverki í fjögur ár.
It is with the deepest sadness and heaviest of hearts we announce the passing of former Manchester City player and Chairman Francis Lee.
— Manchester City (@ManCity) October 2, 2023
Everyone at Manchester City would like to send their condolences to the friends and family of Francis at this very difficult time.
Athugasemdir