Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir 0-2 sigur Chelsea gegn Fulham í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt einkunnagjöfinni var miðjumaðurinn Conor Gallagher besti leikmaður vallarins með 8 í einkunn, sem er sama einkunn og liðsfélagi hans Levi Colwill fékk fyrir sinn þátt.
Restin af liði Chelsea fær 7 í einkunn en aðeins einn leikmaður úr liði Fulham þótti standa sig vel í dag, bakvörðurinn öflugi Antonee Robinson.
Timothy Castagne, Tim Ream, Harry Wilson og Raúl Jimenez voru verstu leikmenn vallarins með 5 í einkunn.
Fulham og Chelsea eru jöfn með 8 stig eftir 8 umferðir í ensku úrvalsdeildinni.
Fulham: Leno (6), Castagne (5), Diop (6), Ream (5), Robinson (7), Reed (6), Palhinha (6), Pereira (6), Wilson (5), Jimenez (5), Willian (6).
Varamenn: Iwobi (6), Vinicius (6), Cairney (6), Lukic (6).
Chelsea: Sanchez (7), Disasi (7), Silva (7), Colwill (8), Cucurella (7), Gallagher (8), Caicedo (7), Fernandez (7), Mudryk (7), Broja (7), Palmer (7).
Varamenn: Maatsen (6), Sterling (6), Ugochukwu (6)
Athugasemdir