Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emma Hayes brast í grát eftir sigurinn
watermark
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea byrjuðu nýtt tímabil í ofurdeild kvenna á 2-1 sigri í nágrannaslag gegn Tottenham, þar sem Mia Fishel og Lauren James skoruðu mörkin eftir stoðsendingar frá Niamh Charles.

Frábær byrjun á nýju tímabili hjá lærlingum Emma Hayes, sem ákváðu að heiðra knattspyrnustjórann sinn eftir að hún missti 82 ára gamlan föður sinn fyrr í vikunni.

Í fögnuðinum eftir sigurinn gegn Tottenham gáfu leikmenn Chelsea þjálfaranum sínum innrammaða Chelsea treyju merkta 'Papa 82'.

Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund og brast Emma Hayes í grát þar sem hún var snortin af þessari gjöf frá leikmönnum sínum.

Chelsea players presented their manager Emma Hayes with a ‘Papa 82’ framed shirt after their victory against Tottenham, following the passing of her father earlier this week at the age of 82 An incredible gesture
byu/Hokage123456789 insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner