Fyrstu tveir leikir Sambandsdeildarinnar fóru fram í dag. Austurríska liðið Rapid Vín gerði heldur betur góða ferð til Tyrklands og vann 2-1 útisigur gegn Istanbyl Basaksehir.
Bæði lið skoruðu í lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 1-1. Austurríski landsliðsmaðurinn Louis Schaub skoraði sigurmarkið strax í upphafi seinni hálfleiks en hann hafði líka skorað fyrra mark síns liðs.
Schaub er uppalinn hjá Rapid og gekk aftur í raðir félagsins í sumar, frá Hannover í Þýskalandi
Vitoria Guimaraes tók þá á móti Celje frá Slóveníu og vann sannfærandi 3-1 sigur.
Aðrir leikir 1. umferðar fara fram á morgun, þá leikur Víkingur gegn Omonoia í Nikósíu.
Bæði lið skoruðu í lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 1-1. Austurríski landsliðsmaðurinn Louis Schaub skoraði sigurmarkið strax í upphafi seinni hálfleiks en hann hafði líka skorað fyrra mark síns liðs.
Schaub er uppalinn hjá Rapid og gekk aftur í raðir félagsins í sumar, frá Hannover í Þýskalandi
Vitoria Guimaraes tók þá á móti Celje frá Slóveníu og vann sannfærandi 3-1 sigur.
Aðrir leikir 1. umferðar fara fram á morgun, þá leikur Víkingur gegn Omonoia í Nikósíu.
Istanbul Basaksehir 1 - 2 Rapid
0-1 Louis Schaub ('43 )
1-1 Krzysztof Piatek ('45 )
1-2 Louis Schaub ('46 )
Guimaraes 3 - 1 Celje
1-0 Samu ('7 )
2-0 Gustavo Silva ('36 )
3-0 Tiago Silva ('62 )
3-1 Aljosa Matko ('90 )
Athugasemdir